Monday, February 26, 2007

Satay kjúklingasalat (frá Vegamótum er mér sagt)

-fyrir sex-

Sex kjúklingabringur, skornar í strimla, kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu.

Salatblanda að eigin vali.

Sósa
1 dós kókosmjólk
1 bolli salthnetur
½ ferskt chili
2 msk. sítrónugras, fínt saxað
5 hvítlauksgeirar
salt eftir smekk
2 msk. soyasósa
1 bolli púðursykur
1/2 búnt coriander
3 lauf kaffírlime (fæst í austurlenskum búðum)
kanelduft á hnífsoddi
1/2 paprika, smátt skorin
fennelduft á hnífsoddi
1/2 rauðlaukur smátt skorinn
cayenne pipar á hnífsoddi


Allt hráefnið, sem á að fara í sósuna, er sett saman í pott ásamt tveimur dl af vatni og soðið í hálfa klukkustund.
Í lok suðutímans er maukað eilítið með töfrasprota og saxaðar niður hneturnar og laukurinn.
Salatblöndunni er síðan skipt á sex diska og kjúklingastrimlunum raðað ofan á.
Að síðustu er sósunni hellt yfir.
Borið fram með hvítlauksnanbrauði.

Wednesday, February 7, 2007

Jarðhnetusmákökur

125g hveiti
1 tsk lyftiduft
50 ósaltar jarðhnetur
50g mjúkt smjör
50g jarðhnetusmjör
100g sykur
1 egg
1 vanillustöng

Hitið ofninn í 200°C. Blandið hveiti og lyftidufti saman. Saxið jarðhneturnar gróft.
Þeytið smjör, jarðhnetusmjör, sykur og egg vel saman. Bætið þurrefnunum út í og hnoðið deigið. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræmaukið úr. Bætið fræmaukinu og jarðhnetunum út í deigið.
Mótið 16 litlar kúlur úr deiginu með höndunum. Ýtið aðeins á þær með fingurgómunum. Leggið smjörpappír á bökunarplötu og raðið kúlunum á með hæfilegu millibili.
Bakið í miðjum ofni í um 10-15 mínútur. Kælið á kökugrind.

Monday, February 5, 2007

SPÆNSKUR KJÚKLINGARÉTTUR
fyrir 8

8 kjúklingabringur (eða 2 heilir kjúklingar)

marinering:
1/2 hvítlaukur, saxaður
1/4 bolli rauðvínsedik 1/8 bolli oregano
1/2 bolli sveskjur
1/4 bolli ólívur
1/4 bolli kapers
1 bolli ólívuolía
6 lárviðarlauf
salt og pipar, eftir smekk
1/4 bolli steinselja söxuð
1/2 bolli hvítvín
1/2 bolli púðursykur

Setjið allt í skál nema steinselju, hvítvín og púðursykur. Hrærið vel saman og bætið kjúklingnum út í. Látið marinerast í 6-24 klst. Setjið í eldfast mót og bætið þá við steinselju, hvítvíni og púðursykri. Steikið í 180°C heitum ofni í rúmlega 40 mín. Berið fram með t.d snittubrauði og hrísgrjónum. Gjarnan má setja meira af kapers, sveskjum, hvítlauk og ólívum í marineringunni ef vill.
Njótið vel!

Saturday, February 3, 2007

Gráðaostsrúlla

125g gráðostur
1/2-1 blaðlaukur, saxaður
1 1/2 dós sýrður rjómi
rúllutertubrauð
rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°C. Myljið gráðaostinn í skál, bætið blaðlauknum og sýrða rjómanum við og hrærið saman. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp. Stráið rifnum osti yfir og bakið í um 20 mínútur.

Rúllubrauð með pestóblöndu

1 rúllutertubrauð

1 krukka grænt pestó
100g skinka, skorin í smátt
50g svartar ólífur, saxaðar
50 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 mozzarella-ostakúla, skorin í bita
4 msk + parmesanostur, rifinn
pipar

4 msk parmesanostur, rifinn til að setja ofan á.

Blandið saman pestói, skinku, ólífum, tómötum, hvítlauk, mozzarellaosti og 4msk af parmesanosti. Piprið eftir smekk.
Smyrjið blöndunni á brauðið og rúllið því upp. Stráið rifnum parmesanosti yfir.
Bakið við 180°C í 1-15 mínútur.

Súkkulaðifondant

fyrir sex
350g dökkt gæðasúkkulaði
50g mjúkt ósaltað smjör, ögn meira fyrir formin
150g sykur ("caster sugar", sem er fínmalaðri, ef til)
4 stór egg, hrærð með slettu af salti
1 tsk vanilludropar
50g hveiti
6 litlar eldfastar skálar/bollar

Setjið ofninn á 200°C ásamt bökunarplötu.
Klippið út passlega hringi úr bökunarpappír og setjið í botninn á skálunum.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og leyfið því að kólna aðeins.
Þeytið smjörið og sykur, og smám saman bætið við eggjum og salti, síðan vanilludropum. Setjið því næst hveitið saman við og þegar blandan er orðin jöfn og fín, setjið þá súkkulaðið saman við varlega með sleif.
Skiptið blöndunni á milli skálanna, setjið þær á heita bökunarplötuna og bakið í 10-12 mín.
Hvolfið á dessert-disk fyrir hvern og einn og setjið stóra flotta vanilluískúlu/rjómaslettu/créme fraise ofaná.

Hægt er að útbúa réttinn fyrirfram og geyma í ísskáp fram að kveldi. Þá þarf að baka í um 2-4 mínútur aukalega.