Friday, August 29, 2008

Texassúpa

2 bollar saxaður laukur
6 hvítlauksrif, söxup/marin
2 msk. ólívuolía
½ tsk. salt
= Steikt í potti í 8-10 min.

2-4 tsk. Ssalsa sósa (tacosósa) bætt út í.
1 lítið chili, saxað.
1 bolli ferskt saxað koriander
1 bolli söxuð paprika
½ tsk. pipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir vatn
= soðið í 10-15 mín.

¼ bolli bbq sósa bætt út í ásamt kjöti þ.e. hakk/kjúklingur (steikt). Ca.4 kjúkl.bringur rifnar eða í litla bita (eða heill kjúlli sem ég kaupi tilbúinn)
= Soðið í ca. 10.min með kjöti.

Borið fram með sýrðum rjóma (kotasælu), guacamole, Nacho/dorritios (sweet chili finnst mér gott) og rifnum osti.

NB - 7 konur borðuðu þessa uppskrift hjá mér í hádeginu í gær, ég reyndar setti 3 dósir af niðursoðnum tómötum og 3 af vatni og það var afgangur fyrir kvöldið!

Bon appetite!

Tuesday, July 1, 2008

Bananabrauð með döðlum

Átti 3 biksvarta banana sem ég vildi ekki láta fara til spillis og bakaði þetta ágæta bananabrauð. Þetta er breytt uppskrift af mér. Bætti við döðlum og kókosmjöli og dró úr sykrinum á móti. Er fitulaust og því mjög holl kaka með kaffibollanum. Gott fyrir sætindaóðar konur í fæðingarorlofi :)

2 egg
1,5 dl hrásykur
3 bananar, maukaðir
1,5 dl döðlur, grófsaxaðar
1 tsk salt
tæp tsk lyftiduft
5 dl hveiti (spelthveiti til helminga jafnvel gróft)
0,5 - 1 dl kókosmjöl

Þeytið egg og sykur vel saman. Maukið banana. Grófsaxið döðlur og hitið ásamt 0,5 dl vatni í potti. Látið döðlurnar mýkjast og stappið þær með sleifinni á meðan að þær sjóða í 1- 2 mín. Bætið við vatni ef blandan er of þykk. Hrærið banönum og döðlumauki vel saman við eggjablönduna. Setjið þurrefnin í skal og blandið saman. Hrærið hveitiblöndunni varlega saman við eggjahræruna. Setjið í 1.5 l aflangt form ( gott að nota bökunarpappír til að spara uppvask). Bakið í 45 mín við 200°C.