Tuesday, January 5, 2010

Marrókkóskur lambapottur - Moroccan Lamb Stew

500g lambakjöt (öxl í minni uppskrift!), skorið í grófa bita
15g hveiti
1/2 msk sólblómaolía
1 laukur, skorinn í þykkar sneiðar
2 gulrætur, skornar gróft
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 tsk harissa paste, chillimauk
1 tsk kanill
2 x 400g tómatar í dós
75g þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
100g couscous
Handfylli af steinselju

1. Setjið hveiti í poka og veltið lambinu upp úr því. Hitið olíuna í stórum potti og brúnið kjötið. Takið af pönnunni og geymið. Í sama potti, steikið lauk og gulrætur á lágum hita í um 10 mín. Skvetta af vatni hjálpar til ef þetta fer að festast við pottinn.
2. Hrærið hvítlauk, harissa og kanil og eldið í 1 mínútu. Skvettið smá vatni út á og skrapið með tréskeið öllu gúmmulaðinu og hrærið því saman við. Bætið við tómötum og lambinu. Hrærið apríkósunum útí og kryddið. Setjið lok á og látið malla í 1 klst eða þar til lambið er lungnamjúkt undir tönn.
3. Á meðan potturinn mallar, setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir eða skv leiðbeiningum á pakka. Setjið plastfilmu yfir og látið vera í 10 mínútur. Flöffið með gaffli og hrærið steinseljunni útí og kryddið eftir smekk. Berið kássuna fram með kúskúsinu. Voila!

Vetrarkjúklingapottur - Chicken and barely stew

3 kjúklingabringur
1 msk ólífuolía
1 blaðlaukur, skorinn í 1sm sneiðar
3 sellerístönglar, skornir í grófa bita
1 hvítlauksgeiri, skorinn fínt
1 rauður chilli, skorin fínt
2 lárviðarlauf
3 rósmarín stönglar
100 g bygg
1.8 L heitt grænmetissoð
100 g frosnar grænar baunir

1. Setjið kjúklinginn í pott, hellið köldu vatni og látið suðu koma upp. Látið malla í 10 mínútur. Leyfið bringunum að kólna í vatninu.

2. Á meðan kjúklingurinn sýður, hitið olíu á stórri pönnu og steikjið lauk og sellerí við vægan hita í um 10 mín eða þar til mjúkir. Hrærið saman við hvítlauk, chilli, lárviðarlaufum, rósmaríni og bygg og steikið í 1 mínútu. Kryddið með salti og pipar. Hellið út á um helmingnum af soðinu og látið suðu koma upp. Setjið lok á pönnuna/pottinn og látið malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til, þar til byggið er mjúkt undir tönn.

3. Takið kjúklinginn úr soðvatninu og rífið gróft niður. Setjið út á pönnuna ásamt baununum og afgangnum af soðinu. Hitið vel í um 3 mínútur áður en borið er á borð ásamt góðu brauði og smjöri.

DELISH.

p.s. ég átti ekki blaðlauk svo að ég notaði bara venjulegan lauk. Þetta er ekta vetrarréttur, hlýjar manni og er svo góður á bragðið.

Monday, January 4, 2010

Cajun-kjúklingapasta

Frábær uppskrift - líka í matarboðið og saumaklúbbinn

Vil endilega deila þessari frábæru uppskrift með ykkur. Bauð Berglindi og Þorsteini upp á þetta í gær....

2 kjúklingabringur skornar í bita
linguine eða tagliatelle soðið al dente
2 tsk cajun kryddblanda (td frá McOrmick fæst í bónus)
2 msk smjör
1/4 blaðlaukur (eða 1-2 vorlaukar)
1 hvítlauksrif
1-2 bollar matreiðslurjómi
2 msk sólþurrkaðir tómatar, skornir niður i bita
1/4 tsk basil
salt og pipar
parmesan ostur

1. Setjið kjúklinginn í skál með cajun kryddinu og blandið, látið standa á meðan að hitt er undirbúið.

2. Steikið kjúklinginn í smjörinu við miðlungshita þar til að hann er eldaður í gegn ca 5-7 mínútur

3. Minnkið hitann og bætið út í lauk, hvítlauk, rjóma, tómötum, basil og kryddi og látið hitna upp.

4. Þegar pasta er tilbúið þá er öllu blandað saman og borið fram með parmesan osti.

Sjálf tek ég kjúklinginn af pönnunni þegar að hann er tilbúinn og léttsteiki blauðlauk og hvítlauk áður en ég blanda öllu saman á pönnunni í skrefi 3.

Thursday, August 13, 2009

Tortillur með kjúklingi

Fínn hversdagsmatur eða fyrir matarboðið!

Uppskrift fyrir fjóra
Þrjár kjúklingabringur
4 msk olía
1 meðalstór laukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 tsk reykt paprika frá La Chinata (hot) (allt í lagi að nota venjulega papriku líka!)
1 tsk kóríander
1 tsk oregano
salt ef vill
1 krukka af Salsa sósu
1 poki af mozzarella osti
26 % ostur eftir smekk
10 litlar Tortillakökur
Byrjið á því að setja olíuna á pönnu og steikið kjúklingabringurnar við vægan hita. Hafið lokið á pönnunni á meðan þær eru að steikjast og gætið þess vel að þær verði ekki brúnaðar að utan.
Á meðan kjúklingurinn er að eldast er laukurinn og paprikurnar skornar í bita. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar eru þær teknar af pönnunni. Bætið við örlítið meira af olíu og látið laukinn og paprikurnar mýkjast á pönnunni. Bætið kryddinu út í og látið malla í sirka sjö mínútur.
Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og bætið út í laukinn og paprikurnar. Á þessu stigi málsins er Salsa sósunni bætt út í. Leyfið þessu að malla í tvær mínútur.
Takið Tortillakökurnar og dreifið ostsneiðum yfir alla kökuna. Síðan er fyllingin sett yfir helming kökunnar og mozzarella osti er stráð yfir. Síðan er kakan brotin saman og sett á ofnskúffu. Hinar kökurnar eru fylltar á nákvæmlega sama hátt.
Stillið ofninn á 200 gráður og bakið í sirka tíu mínútur eða þangað til osturinn er bráðnaður og kökurnar eru orðnar stökkar að utan.
Gott er að hafa ferskt salat með ásamt avókadómauki.

Friday, August 29, 2008

Texassúpa

2 bollar saxaður laukur
6 hvítlauksrif, söxup/marin
2 msk. ólívuolía
½ tsk. salt
= Steikt í potti í 8-10 min.

2-4 tsk. Ssalsa sósa (tacosósa) bætt út í.
1 lítið chili, saxað.
1 bolli ferskt saxað koriander
1 bolli söxuð paprika
½ tsk. pipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir vatn
= soðið í 10-15 mín.

¼ bolli bbq sósa bætt út í ásamt kjöti þ.e. hakk/kjúklingur (steikt). Ca.4 kjúkl.bringur rifnar eða í litla bita (eða heill kjúlli sem ég kaupi tilbúinn)
= Soðið í ca. 10.min með kjöti.

Borið fram með sýrðum rjóma (kotasælu), guacamole, Nacho/dorritios (sweet chili finnst mér gott) og rifnum osti.

NB - 7 konur borðuðu þessa uppskrift hjá mér í hádeginu í gær, ég reyndar setti 3 dósir af niðursoðnum tómötum og 3 af vatni og það var afgangur fyrir kvöldið!

Bon appetite!

Tuesday, July 1, 2008

Bananabrauð með döðlum

Átti 3 biksvarta banana sem ég vildi ekki láta fara til spillis og bakaði þetta ágæta bananabrauð. Þetta er breytt uppskrift af mér. Bætti við döðlum og kókosmjöli og dró úr sykrinum á móti. Er fitulaust og því mjög holl kaka með kaffibollanum. Gott fyrir sætindaóðar konur í fæðingarorlofi :)

2 egg
1,5 dl hrásykur
3 bananar, maukaðir
1,5 dl döðlur, grófsaxaðar
1 tsk salt
tæp tsk lyftiduft
5 dl hveiti (spelthveiti til helminga jafnvel gróft)
0,5 - 1 dl kókosmjöl

Þeytið egg og sykur vel saman. Maukið banana. Grófsaxið döðlur og hitið ásamt 0,5 dl vatni í potti. Látið döðlurnar mýkjast og stappið þær með sleifinni á meðan að þær sjóða í 1- 2 mín. Bætið við vatni ef blandan er of þykk. Hrærið banönum og döðlumauki vel saman við eggjablönduna. Setjið þurrefnin í skal og blandið saman. Hrærið hveitiblöndunni varlega saman við eggjahræruna. Setjið í 1.5 l aflangt form ( gott að nota bökunarpappír til að spara uppvask). Bakið í 45 mín við 200°C.

Monday, July 23, 2007

Tandoori kjúklingur

Þessi uppskrift er úr sænsku bókinni minni "Kärlek, oliver och timjan". Bókina gerðu tvær konur eftir að þær ferðuðust um Asíu og Suður-Evrópu og viðuðu að sér miklum matarfróðleik.

fyrir 4
4 kjúklingabringur
4 dl jógúrt
1 1/2 tsk salt
2 pressuð hvítlauksrif
2 msk sítrónusafi
1 kúfuð tsk garam masala
1/2 tsk chiliduft
1 tsk turmerik/gurkmeja
svartur eða hvítur pipar
1 msk olífuolía

Blanda jógurt, kryddum , hvítlauki og sítrónusafa saman. Marinera kjúklingabringurnar í amk 2 klst (frábært að gera yfir nótt). Látið þetta standa í ísskáp. Takið síðan bringurnar úr marineringunni og grillið í ofni eða á útigrillinu. Snúið einu sinni.

Gott að bera fram með Raita (sjá neðan), naan brauði, basmatihrísgrjónum og strengjabaunum.

Raita

Skera 20 cm gúrku í mjög smá teninga. Gerið það sama við 1/2 gulrót. Fínsaxa 1 rauðlauk. Takið kjarnann úr 2 tómötum og skerið aldinkjötið mjög smátt. Blandið öllu þessu með 5-6 dl af venjulegri jógúrt (jógúrt til matargerðar). Bragðbæta með salti og pipar, 1/2 tsk cumin, 1/4 tsk paprikuduft og 2 msk fínsöxuðum kóríander. Látið standa í ca 1 klst til að brögðin komi fram.