Monday, July 23, 2007

Tandoori kjúklingur

Þessi uppskrift er úr sænsku bókinni minni "Kärlek, oliver och timjan". Bókina gerðu tvær konur eftir að þær ferðuðust um Asíu og Suður-Evrópu og viðuðu að sér miklum matarfróðleik.

fyrir 4
4 kjúklingabringur
4 dl jógúrt
1 1/2 tsk salt
2 pressuð hvítlauksrif
2 msk sítrónusafi
1 kúfuð tsk garam masala
1/2 tsk chiliduft
1 tsk turmerik/gurkmeja
svartur eða hvítur pipar
1 msk olífuolía

Blanda jógurt, kryddum , hvítlauki og sítrónusafa saman. Marinera kjúklingabringurnar í amk 2 klst (frábært að gera yfir nótt). Látið þetta standa í ísskáp. Takið síðan bringurnar úr marineringunni og grillið í ofni eða á útigrillinu. Snúið einu sinni.

Gott að bera fram með Raita (sjá neðan), naan brauði, basmatihrísgrjónum og strengjabaunum.

Raita

Skera 20 cm gúrku í mjög smá teninga. Gerið það sama við 1/2 gulrót. Fínsaxa 1 rauðlauk. Takið kjarnann úr 2 tómötum og skerið aldinkjötið mjög smátt. Blandið öllu þessu með 5-6 dl af venjulegri jógúrt (jógúrt til matargerðar). Bragðbæta með salti og pipar, 1/2 tsk cumin, 1/4 tsk paprikuduft og 2 msk fínsöxuðum kóríander. Látið standa í ca 1 klst til að brögðin komi fram.

No comments: