Tuesday, January 5, 2010

Marrókkóskur lambapottur - Moroccan Lamb Stew

500g lambakjöt (öxl í minni uppskrift!), skorið í grófa bita
15g hveiti
1/2 msk sólblómaolía
1 laukur, skorinn í þykkar sneiðar
2 gulrætur, skornar gróft
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 tsk harissa paste, chillimauk
1 tsk kanill
2 x 400g tómatar í dós
75g þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
100g couscous
Handfylli af steinselju

1. Setjið hveiti í poka og veltið lambinu upp úr því. Hitið olíuna í stórum potti og brúnið kjötið. Takið af pönnunni og geymið. Í sama potti, steikið lauk og gulrætur á lágum hita í um 10 mín. Skvetta af vatni hjálpar til ef þetta fer að festast við pottinn.
2. Hrærið hvítlauk, harissa og kanil og eldið í 1 mínútu. Skvettið smá vatni út á og skrapið með tréskeið öllu gúmmulaðinu og hrærið því saman við. Bætið við tómötum og lambinu. Hrærið apríkósunum útí og kryddið. Setjið lok á og látið malla í 1 klst eða þar til lambið er lungnamjúkt undir tönn.
3. Á meðan potturinn mallar, setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir eða skv leiðbeiningum á pakka. Setjið plastfilmu yfir og látið vera í 10 mínútur. Flöffið með gaffli og hrærið steinseljunni útí og kryddið eftir smekk. Berið kássuna fram með kúskúsinu. Voila!

Vetrarkjúklingapottur - Chicken and barely stew

3 kjúklingabringur
1 msk ólífuolía
1 blaðlaukur, skorinn í 1sm sneiðar
3 sellerístönglar, skornir í grófa bita
1 hvítlauksgeiri, skorinn fínt
1 rauður chilli, skorin fínt
2 lárviðarlauf
3 rósmarín stönglar
100 g bygg
1.8 L heitt grænmetissoð
100 g frosnar grænar baunir

1. Setjið kjúklinginn í pott, hellið köldu vatni og látið suðu koma upp. Látið malla í 10 mínútur. Leyfið bringunum að kólna í vatninu.

2. Á meðan kjúklingurinn sýður, hitið olíu á stórri pönnu og steikjið lauk og sellerí við vægan hita í um 10 mín eða þar til mjúkir. Hrærið saman við hvítlauk, chilli, lárviðarlaufum, rósmaríni og bygg og steikið í 1 mínútu. Kryddið með salti og pipar. Hellið út á um helmingnum af soðinu og látið suðu koma upp. Setjið lok á pönnuna/pottinn og látið malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til, þar til byggið er mjúkt undir tönn.

3. Takið kjúklinginn úr soðvatninu og rífið gróft niður. Setjið út á pönnuna ásamt baununum og afgangnum af soðinu. Hitið vel í um 3 mínútur áður en borið er á borð ásamt góðu brauði og smjöri.

DELISH.

p.s. ég átti ekki blaðlauk svo að ég notaði bara venjulegan lauk. Þetta er ekta vetrarréttur, hlýjar manni og er svo góður á bragðið.

Monday, January 4, 2010

Cajun-kjúklingapasta

Frábær uppskrift - líka í matarboðið og saumaklúbbinn

Vil endilega deila þessari frábæru uppskrift með ykkur. Bauð Berglindi og Þorsteini upp á þetta í gær....

2 kjúklingabringur skornar í bita
linguine eða tagliatelle soðið al dente
2 tsk cajun kryddblanda (td frá McOrmick fæst í bónus)
2 msk smjör
1/4 blaðlaukur (eða 1-2 vorlaukar)
1 hvítlauksrif
1-2 bollar matreiðslurjómi
2 msk sólþurrkaðir tómatar, skornir niður i bita
1/4 tsk basil
salt og pipar
parmesan ostur

1. Setjið kjúklinginn í skál með cajun kryddinu og blandið, látið standa á meðan að hitt er undirbúið.

2. Steikið kjúklinginn í smjörinu við miðlungshita þar til að hann er eldaður í gegn ca 5-7 mínútur

3. Minnkið hitann og bætið út í lauk, hvítlauk, rjóma, tómötum, basil og kryddi og látið hitna upp.

4. Þegar pasta er tilbúið þá er öllu blandað saman og borið fram með parmesan osti.

Sjálf tek ég kjúklinginn af pönnunni þegar að hann er tilbúinn og léttsteiki blauðlauk og hvítlauk áður en ég blanda öllu saman á pönnunni í skrefi 3.