Tuesday, January 5, 2010

Vetrarkjúklingapottur - Chicken and barely stew

3 kjúklingabringur
1 msk ólífuolía
1 blaðlaukur, skorinn í 1sm sneiðar
3 sellerístönglar, skornir í grófa bita
1 hvítlauksgeiri, skorinn fínt
1 rauður chilli, skorin fínt
2 lárviðarlauf
3 rósmarín stönglar
100 g bygg
1.8 L heitt grænmetissoð
100 g frosnar grænar baunir

1. Setjið kjúklinginn í pott, hellið köldu vatni og látið suðu koma upp. Látið malla í 10 mínútur. Leyfið bringunum að kólna í vatninu.

2. Á meðan kjúklingurinn sýður, hitið olíu á stórri pönnu og steikjið lauk og sellerí við vægan hita í um 10 mín eða þar til mjúkir. Hrærið saman við hvítlauk, chilli, lárviðarlaufum, rósmaríni og bygg og steikið í 1 mínútu. Kryddið með salti og pipar. Hellið út á um helmingnum af soðinu og látið suðu koma upp. Setjið lok á pönnuna/pottinn og látið malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til, þar til byggið er mjúkt undir tönn.

3. Takið kjúklinginn úr soðvatninu og rífið gróft niður. Setjið út á pönnuna ásamt baununum og afgangnum af soðinu. Hitið vel í um 3 mínútur áður en borið er á borð ásamt góðu brauði og smjöri.

DELISH.

p.s. ég átti ekki blaðlauk svo að ég notaði bara venjulegan lauk. Þetta er ekta vetrarréttur, hlýjar manni og er svo góður á bragðið.

No comments: