Monday, January 4, 2010

Cajun-kjúklingapasta

Frábær uppskrift - líka í matarboðið og saumaklúbbinn

Vil endilega deila þessari frábæru uppskrift með ykkur. Bauð Berglindi og Þorsteini upp á þetta í gær....

2 kjúklingabringur skornar í bita
linguine eða tagliatelle soðið al dente
2 tsk cajun kryddblanda (td frá McOrmick fæst í bónus)
2 msk smjör
1/4 blaðlaukur (eða 1-2 vorlaukar)
1 hvítlauksrif
1-2 bollar matreiðslurjómi
2 msk sólþurrkaðir tómatar, skornir niður i bita
1/4 tsk basil
salt og pipar
parmesan ostur

1. Setjið kjúklinginn í skál með cajun kryddinu og blandið, látið standa á meðan að hitt er undirbúið.

2. Steikið kjúklinginn í smjörinu við miðlungshita þar til að hann er eldaður í gegn ca 5-7 mínútur

3. Minnkið hitann og bætið út í lauk, hvítlauk, rjóma, tómötum, basil og kryddi og látið hitna upp.

4. Þegar pasta er tilbúið þá er öllu blandað saman og borið fram með parmesan osti.

Sjálf tek ég kjúklinginn af pönnunni þegar að hann er tilbúinn og léttsteiki blauðlauk og hvítlauk áður en ég blanda öllu saman á pönnunni í skrefi 3.

No comments: