Tuesday, January 5, 2010

Marrókkóskur lambapottur - Moroccan Lamb Stew

500g lambakjöt (öxl í minni uppskrift!), skorið í grófa bita
15g hveiti
1/2 msk sólblómaolía
1 laukur, skorinn í þykkar sneiðar
2 gulrætur, skornar gróft
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 tsk harissa paste, chillimauk
1 tsk kanill
2 x 400g tómatar í dós
75g þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
100g couscous
Handfylli af steinselju

1. Setjið hveiti í poka og veltið lambinu upp úr því. Hitið olíuna í stórum potti og brúnið kjötið. Takið af pönnunni og geymið. Í sama potti, steikið lauk og gulrætur á lágum hita í um 10 mín. Skvetta af vatni hjálpar til ef þetta fer að festast við pottinn.
2. Hrærið hvítlauk, harissa og kanil og eldið í 1 mínútu. Skvettið smá vatni út á og skrapið með tréskeið öllu gúmmulaðinu og hrærið því saman við. Bætið við tómötum og lambinu. Hrærið apríkósunum útí og kryddið. Setjið lok á og látið malla í 1 klst eða þar til lambið er lungnamjúkt undir tönn.
3. Á meðan potturinn mallar, setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir eða skv leiðbeiningum á pakka. Setjið plastfilmu yfir og látið vera í 10 mínútur. Flöffið með gaffli og hrærið steinseljunni útí og kryddið eftir smekk. Berið kássuna fram með kúskúsinu. Voila!

No comments: