Tuesday, July 1, 2008

Bananabrauð með döðlum

Átti 3 biksvarta banana sem ég vildi ekki láta fara til spillis og bakaði þetta ágæta bananabrauð. Þetta er breytt uppskrift af mér. Bætti við döðlum og kókosmjöli og dró úr sykrinum á móti. Er fitulaust og því mjög holl kaka með kaffibollanum. Gott fyrir sætindaóðar konur í fæðingarorlofi :)

2 egg
1,5 dl hrásykur
3 bananar, maukaðir
1,5 dl döðlur, grófsaxaðar
1 tsk salt
tæp tsk lyftiduft
5 dl hveiti (spelthveiti til helminga jafnvel gróft)
0,5 - 1 dl kókosmjöl

Þeytið egg og sykur vel saman. Maukið banana. Grófsaxið döðlur og hitið ásamt 0,5 dl vatni í potti. Látið döðlurnar mýkjast og stappið þær með sleifinni á meðan að þær sjóða í 1- 2 mín. Bætið við vatni ef blandan er of þykk. Hrærið banönum og döðlumauki vel saman við eggjablönduna. Setjið þurrefnin í skal og blandið saman. Hrærið hveitiblöndunni varlega saman við eggjahræruna. Setjið í 1.5 l aflangt form ( gott að nota bökunarpappír til að spara uppvask). Bakið í 45 mín við 200°C.

No comments: